HLJÓMSVEITIN NOCTURNAL GLACIER ER KOMIN AFTUR Á STJÁ

0

nocturnal glacier

Hljómsveitin Nocturnal Glacier er skipuð þeim Finnboga J og Árna B og eru þeir vopnaðir tölvum til sköpunar raftónlistar sem sækir áhrif sín héðan og þaðan. Nocturnal Glacier lá í dvala frá árinu 2010 til ársins 2016 á meðan meðlimir sveitarinnar sinntu öðrum verkefnnum en var vakin upp með látum á nýja árinu. Sveitin byrjar með látum og ætlar sér að halda áfram þar sem frá var horfið. Nocturnal Glacier kom frá sér tveimur gömlum lögum á stuttum tíma en hyggur á aðra útgáfu og live framkomu á árinu.

Sveitin var að senda frá sér stuttskífu sem inniheldur þrjú lög. Virkilega skemmtileg plata og gaman verður að fylgjast með þeim á næstunni.

Comments are closed.