HLJÓMSVEITIN MILKHOUSE GEFUR ÚT NÝTT LAG (GLEYMÉREI)

0

milkhouseband


Hafnfirska hljómsveitin Milkhouse var að gefa út nýtt lag sem ber heitið „Gleymérei“. Milkhouse var valin Hljómsveit fólksins á úrslitakvöldi Músiktilrauna 2014 og síðan þá hefur hún verið önnum kafin við að vinna í nýju efni, en þau gáfu m.a. út tónlistarmyndband við fyrstu smáskífuna sína, Hunang, í maí.

Hljómsveitin spilaði víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í sumar auk þess að hafa tekið upp í Stúdíó Sýrlandi en þessa dagana fer hljóðblöndun á því efni fram í Stúdíó Hljómi hjá Kristjáni Haraldssyni.

milkhouseband2

Comments are closed.