HLJÓMSVEITIN KUKSU CULT ER NÝ HLJÓMSVEIT OG SENDIR HÚN FRÁ SÉR LAGIÐ „ESOTERIC RITE“

0

kuksucover

Kuksu Cult er nýfæddur hljómsveitarættbálkur með ferskan blæ fyrir árið 2016. Hljómsveitin var að senda frá sér glænýtt lag sem nefnist „Esoteric Rite“ og er það fyrstu kynni okkar af Kuksu Cult. Þetta lag er hluti af því sem varð til í Hljóðrita í Hafnarfirði þegar seiðkarlar hittust í andlegu samræði tónlistar. Finnur Hákonarson sá um að fanga augnablikið.

Gaman verður að fylgjast með strákunum í Kuksu Cult í nánustu framtíð og óhætt er að segja að 2016 byrjar þrusu vel hjá köppunum.

Meðlimir Kuksu Cult eru: Elvar Bragi Kristjónsson – Söngur, Pétur Pétursson – Trommur, Rögnvaldur Borgþórsson – Gítar, Ævar Örn Sigurðsson – Bassi og sérstakir gestir eru: Bergur Þórisson – Básúna, Birkir Freyr Matthíasson – Trompet, Björgvin Ragnar Hjálmarsson – Tenor Sax, Tómas Jónsson – Rhodes

Comments are closed.