HLJÓMSVEITIN KRIKI FRUMSÝNIR NÝTT MYNDBAND Á ALBUMM.IS

0

Ljósmynd/Magnús Elvar Jónsson

Hljómsveitin kriki sendir í dag frá sér sitt þriðja myndband við lagið Faðmlag en platan þeirra Svefn er væntanleg í vetur. Tónlistin er draumkennt 80’s skotið popp með allt að því óþægilega einlægum textum.

Ljósmynd/Kristín Pétursdóttir

Myndbandið sýnir unga konu, leikna af Selmu Reynisdóttur, borða ís í baði. Það er tekið upp í einni töku á Super 8 myndavél af Katrínu Helgu Andrésdóttur, forsprakka hljómsveitarinnar. Katrín hefur getið sér nafns sem umdeildur rappari, en hljómsveitir hennar Reykjavíkurdætur og Hljómsveitt hafa farið fyrir brjóstið á viðkvæmum undanfarin ár. Hér kveður hins vegar við nýjan tón.

Ljósmynd/Magnús Elvar Jónsson

Tónlist krika er lágstemmdari og persónulegri en það sem hefur sést frá henni hingað til. Með henni í hljómsveitinni eru Sindri Bergsson og Hjalti Jón Sverrisson og geta áhugasamir séð hljómsveitina spila á Airwaves hátíðinni á Bar Ananas, laugardaginn 6. nóvember klukkan 16.00.

https://soundcloud.com/krkkrk/

Comments are closed.