HLJÓMSVEITIN KATLA OPINBERAR ÞRIÐJA LAGIÐ AF KOMANDI PLÖTU

0

Hljómsveitin Katla skipuð þeim Einari Thorberg Guðmundssyni og Guðmundi Óla Pálmasyni hefur nú sent frá sér sitt þriðja kynningarlag, „Dulsmál,“ af plötunni Móðurástin, sem gefin verður út 27. Október næstkomandi á heimsvísu.

Óhætt er að segja alþjóðlega plötufyrirtækið Prophecy Productions leggi allt sitt traust á útgáfu hljómsveitarinnar, þrátt fyrir þá staðreynd að hún hefur aldrei leikið á sviði hingað til, hvorki hérlendis, né erlendis.

Ásamt sjálfri hljómplötunni er hægt að fá viðhafnarútgáfu með sérstakri ljósmyndabók með myndum eftir Guðmund Óla, og textar eru handskrifaðir af Einari.
Platan er sannur óður til íslenskrar náttúru og sögu þar sem fjallað er um íslenskt mannlíf nú og fyrr á öldum. Yrkisefnið er kannski ekki beinlínis nýmóðins, en að sögn Einars er þeim vinum slétt sama um það, bandið geti ekki yrkt um annað en það sem stendur hjarta þeirra næst.

Dulsmál er eins og áður segir, þriðja lagið í röðinni, en áður hafa lögin Hyldýpi og Nátthagi verið gefin út í síðasta mánuði.

Skrifaðu ummæli