HLJÓMSVEITIN HINIR VONLAUSU ER KÖLT

0

von

Hljómsveitin Hinir Vonlausu spiluðu á aðeins þremur tónleikum en er orðin að svokölluðu költi. Meðlimir sveitarinnar voru Gauti Sigurgeirsson – Söngur, Óli Hrafn Ólafsson – Gítar, Curver Thoroddsen – Gítar og Daníel Þorsteinsson – Trommur en allir fóru þeir í aðrar hljómsveitir, en þess má geta að Curver og Daníel voru seinna í hljómsveitum eins og Maus, Ghostigital, Brim og TRPTYCH svo fátt sé nefnt.
Myndbandsupptökur frá tónleikum sveitarinnar í Félagsmiðstöðinni Árseli í Árbæjarhverfi frá 24 . nóvember 1989 voru að koma í leitirnar og þykja þær mikil snilld!

„Mikið stress í búningsherberginu setti mark sitt á kvöldið þar sem að glæsilegir hljómsveitarbolir liðsmanna voru kláraðir rétt svo fyrir tónleikana“ – Curver Thoroddsen

„Lagið afleyðingar varð nokkuð vinsælt á sínum tíma en liðsmenn sveitarinnar segja það vera texta lagsins að þakka.
Gauti söngvari sveitarinnar var reyndar byrjaður að drekka og reykja þegar við fluttum lagið“ – Curver Thoroddsen 

Afleyðingar: Lag og texti: Curver Thoroddsen:

Kannski finnst ykkur töff að reykja
en í raun eruð þið lungun að steikja
Þegar þið eruð byrjuð viljið þið ekki hætta
og vogur verður stoppustöðin næsta
síðan kemur helvítis dópið
og þið frá ykkur lífinu sópið

Þið eruð lífið að eyðileggja
þið eruð lífið að eyðileggja
ekki byrja að drekka og reykja
Ekki byrja að drekka og reykja

Kanski eruð þið rosa töff
Og takið inn eitthvað hvítt stöff
Þá er það kanski bara of seint

Þið eruð lífið að eyðileggja
þið eruð lífið að eyðileggja
ekki byrja að drekka og reykja
Ekki byrja að drekka og reykja

Hér má sjá tónleikana í heild sinni alls átta vídeó/lög.

Comments are closed.