HLJÓMSVEITIN GLOW SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „Azul“

0

glow

Hljómsveitin Glow var að gefa út nýtt lag og myndband, en lagið nefnist „Azul.“ Upphaflega var Glow sólóverkefni Bjarna Freys, sem hann byrjaði með í lok árs 2014 þegar hann bjó í London. Þar var hann í hljóðvinnslunámi, ásamt því að vinna við að pródúsera og semja tónlist fyrir sig og aðra listamenn. Verkefnið stækkaði og úr varð hljómsveit þegar hann kynntist Sylvíu Björgvinsdóttir söngkonu í sumar, en þau hafa verið að vinna saman síðan þá.

glow 2
Glow er þessa dagana að vinna að sinni fyrstu plötu í fullri lengd. Til stendur að hún verði tilbúin í byrjun næsta árs og heitir hún „Unity.“ Tónlist Glow er danstónlist undir áhrifum af House, Deep House og Electro Senuni. Tilgangur tónlistar þeirra er að skapa jákvæða strauma og fá fólk til að dansa.

Comments are closed.