HLJÓMSVEITIN GLERAKUR SKRIFAR UNDIR HLJÓMPLÖTUSAMNING VIÐ ÞÝSKA ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ PROPHECY PRODUCTIONS

0

Glerpix6

GlerAkur er sólóverkefni Elvars Geirs Sævarssonar sem starfar sem hljóðmaður og hljóðhönnuður við Þjóðleikhúsið. Elvar hannaði hljóðmynd og samdi tónlistina fyrir leikritið Halla og Fjalla-Eyvindur sem sýnt var á stóra sviði leikhússins árið 2015. Þegar lag úr sýningunni var spilað á Rás 2 vildi svo til að útsendari útgáfunnar var að streyma beina útsendingu frá Þýskalandi. Í kjölfarið bauð útgáfan plötusamning en á fyrstu plötu GlerAkurs verður að finna tónlist úr leikritinu.

Glerpix4

Tónlist GlerAkurs má lýsa sem blöndu af ambient-tónlist, póst-rokki, svartmálmi og tilrauna-drónum. Prophecy Productions var stofnað árið 1996 og kemur plata GlerAkurs því út á 20 ára afmæli fyrrtækisins.
Glerpix1
Elvar, sem er einn stofnmeðlima hljómsveitarinnar Hellvar, hefur nú ráðið liðsmenn úr hljómsveitunum Ham, Hellvar og Kippa Kaninus, auk meðlima hljóðdeildar Þjóðleikhússins til þess að koma fram á tónlistarhátíðinni Prophecy Fest sem haldin verður í Þýskalandi um Verslunarmannahelgina. Fyrirhugaðir eru upphitunartónleikar í Reykjavík á næstu mánuðum, en hljómsveitin er einnig bókuð á þungarsokkshátíðina Eistnaflug um miðjan júlí.
Fyrsta smáskífa, sem ber nafnið Can’t You Wait, kom út í lok síðustu viku en hægt er að hlusta á lagið hér:

Comments are closed.