HLJÓMSVEITIN GEISLAR GEFUR ÚT SÍNA FYRSTU PLÖTU (CONTAINING THE DARK)

0

10592705_1480996808848154_5487694675902560386_n

Containing the Dark er fyrsta plata hljómsveitarinnar Geisla.


Flestir þeir sem fylgjast með tónlistarlífi á Íslandi þekkja meðlimi Geisla úr hljómsveitum á borð við Hjaltalín, Moses Hightower, ADHD og Hjálma. Sigríður Thorlacius syngur en auk hennar skipa sveitina þeir Magnús Trygvason Eliassen, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Styrmir Sigurðsson sem einnig semur tónlistina og stjórnar upptökum.

Tónlistin er seiðmögnuð melankólía sem sækir áhrif víðs vegar: úr kvikmyndatónlist, indípoppi, jazzi, elektróník og sálartónlist. Sér til aðstoðar hefur hljómsveitin átta manna strengjasveit. Unnsteinn Manuel Stefánsson syngur í einu lagi, Rósa Guðrún syngur raddir, Samúel J Samúelsson leikur á básúnu og Frank Aarnink á hið dulmagnaða cimbalom.

Textar eru eftir Dóru Ísleifsdóttur. Kjartan Kjartansson tók upp og hljóðblandaði í Bíóhljóð.

„Stone Cold Stone is the first taste of it, an ultra-suggestive song with both ancient and sensual qualities.“ – wearegoingsolo.com

„New song ‘Stone Cold Stone’ is a lush, atmospheric song featuring warm dreamy vocals as you expect with any songs featuring the magical vocals of Sigríður Thorlacius. It leaves you excited for the arrival of the album in the autumn.“ – jajajamusic.com

„Geislar enchants us with sultry singing and cinematic strings, beautifully evoking old Hollywood glamour “Stone Cold Stone” is the musical equivalent of slipping into something more comfortable.“Hér má hlusta á lagið Stone Cold Stone sem verið hefur á vinsældalista Rásar 2 síðustu sex vikur.

 

Comments are closed.