HLJÓMSVEITIN ANNES HELDUR ÚTGÁFUTÓNLEIKA ANNAÐ KVÖLD Á KEX HOSTEL

0

Annes

Hljómsveitinn ANNES heldur útgáfutónleika í Gym & Tonic salnum á Kex Hostel annað kvöld laugardaginn 19. mars.

Fyrsta hljómplata sveitarinnar kom út skömmu fyrir jól og ber hún einfaldlega nafnið ANNES. Platan var m.a. tilnefnd sem hljómplata ársins í jazz- og blúsflokki á íslensku tónlistarverðlaununum á dögunum og hreppti lagið „Henrik“ eftir Guðmund Pétursson í einmitt verðlaunin sem tónverk ársins í sama flokki.

Annes_final_HQ

ANNES kvintettinn er samsettur af nokkrum þungaviktarmönnum í íslensku jazzlífi. Ari Bragi Kárason, Jóel Pálsson, Guðmundur Pétursson, Eyþór Gunnarsson og Einar Scheving hafa sameinað krafta sína og kynna nú til sögunnar nýja tónlist. Hér er um að ræða blöndu rafmagnaðrar og órafmagnaðrar jazztónlistar þar sem saman tvinnast ólík höfundaeinkenni liðsmannana. Tónlistin byggist á lifandi laglínum og rótsterkum ryþmum sem mynda í senn ævintýralegt og rómantísk flæði.

Comments are closed.