HLJÓMSVEIT GULLA BRIEM EARTH AFFAIR FAGNAR NÝÚTKOMINNI PLÖTU

0

image1

Hljómsveit trommuleikarans Gulla Briem, Earth Affair fagnar útgáfu plötunnar Liberté sem kom út nýlega með glæsilegum útgáfutónleikum í hjarta Reykjavíkur, Gamla Bíói þann 20. Október 2016. Þetta er þriðja sólóverkefni Gulla, en hann semur megnið af tónlistinni í samvinnu við Jökul Jörgensen ljóðskáld og bassaleikara. Þeim til fulltingis á tónleikunum verða Arnar Guðjónsson úr Leaves (gítar) og Magnus Johannesen (hljómborð).

EARTH AFFAIR (1)

Tónlist Earth Affair er magnþrungin, ambient skotin með klassísku ívafi. Roland Hartwell mun stjórna strengjakvartett sem leikur með Earth Affair á tónleikunum en ásamt þeim verður Eyþór Ingi Gunnlaugsson sérstakur gestur með sveitinni.

image2

Gulli Briem

„Gulli Briem’s, Earth Affair is excellent creative recorded work with stunning arrangements and original songs. I find his albums magical and inspiring“ – Steve Hackett (Genesis)

Hægt er að nálgast miða á Midi.is og kostar 4.900 kr inn.

http://earthaffair.com/

Comments are closed.