Hljóðlátur viðburður með trylltri stemningu

0

Red Bull á Íslandi bauð tónleikagestum Secret Solstice upp á óvenjulegan viðburð núna í ár, svokallað Silent Disco. Þetta er í fyrsta sinn sem Silent Disco er haldið hérlendis á tónlistarhátíð og var stemningin vægast sagt mögnuð.

Það myndaðist biðröð fyrir utan Red Bull tjaldið en hátíðargestir gátu valið um tvær rásir í heyrnatólunum sínum á Silent Disco, annað hvort Hip-Hop eða House/Techno. Heitustu plötusnúðar landsins trylltu líðinn en meðal þeirra sem spiluðu voru SURA, Snorri Ástráðs, DJ Sunna Ben, BenSol, Oculus, ásamt fleirum.

Ljósmyndir: Julie Rowland.

Skrifaðu ummæli