HLJÓÐHEIMUR AYIA ER ÚTPÆLDUR OG SVÍNVIRKAR

0

ayia

Glænýja hljómsveitin aYia var að senda frá sér sitt fyrsta lag sem ber heitið „Water Plant.“ Sveitin kemur frá Reykjavík og má lýsa tónlistinni sem einskonar blöndu af rafpoppi og ambient með silkimjúkum söng.

ayia-2

Það er auðvelt að dragast inn í hljóðheim aYia enda er hann án efa útpældur og þar af leiðandi svínvirkar! Það er Bedroom Community sem gefur lagið út en það er enginn annar en Valgeir Sigurðsson sem hljóðblandar og masterar lagið.

Sveitin kemur fram á Iceland Airwaves í ár og það verður gaman að fylgjast með þessarri forvitnilegu sveit í nánustu framtíð!

Comments are closed.