Hlaðið tilfinningum – Kontinuum sendir frá sér nýtt lag

0

Ljósmynd: Lilja Draumland.

Hljómsveitin Kontinuum sendir í dag frá sér lagið „Two Moons“. Þetta er annað lagið sem kemur út af væntanlegri plötu sveitarinnar sem mun bera heitið No Need To Reason en platan kemur út 6. Júlí í gegnum franska útgáfufyrirtækið Season of Mist.

„Two Moons“ er hlaðið tilfinningum og við hverja hlustun gleymist staður og stund. Það er ekkert annað í stöðunni en að skella á play og þjóta í ferðalag um heima og geima!

Skrifaðu ummæli