Hjón sem semja drullu skítugt Íslenskt/Eistneskt sóðarokk

0

Hljómsveitin Igor Mortis var að senda frá sér örskífu sem inniheldur tvö lög „Rotten to the Gore” og „Rabid Grannies.” Það eru hjónin Þorvaldur Guðni Sævarsson og Marion Laur sem skipa sveitina en tónlistinni má lýsa sem drullug skítugu Íslensku/Eistnesku sóðarokki!  

„Konan mín spurði mig í fyrra hvort við gætum ekki verið saman í hljómsveit þar sem hún var sjálf byrjuð að nostra við bassa og við fórum að semja efni saman.” – Þorvaldur Guðni Sævarsson.

Áhrifavaldur sveitarinnar er að mestu fenginn frá hryllingsmyndaglápi, fíflalátum, gálgahúmor og rokki og róli!

Sveitin er afar iðin við tónsmíðar en á döfinni er split útgáfa með þýskri eins manns hljómsveit sem heitir Occult Blood. Sú útgáfa mun nefnast Occulta Mortem og verður gefin út á kassettu í gegnum Necrolatry Records frá Malasíu. Næsta skref þar á eftir er að gefa út breiðskífu en eins er hafa 6 lög verið fullsamin og eru fleiri í vinnslu.  eru hálfunnin.

Varningur er væntanlegur frá sveitinni eins og t.d  kassetta og patchar svo sumt sé nefnt.

Skrifaðu ummæli