Hjólabrettanámskeiðin sem hafa slegið í gegn: Hefst 2. desember

0

Skráning er hafin á næsta námskeið hjá Hjólabrettaskóla Reykjavíkur sem hefst Sunnudaginn 2. desember. Námskeiðin eru fyrir byrjendur og lengra komna en skipt verður í hópa eftir getu. Líkt og á fyrri námskeiðum er það Steinar Fjeldsted sem sér um kennsluna en hann hefur um þrjátíu ára reynslu af hjólabrettum, hefur tekið þátt í fjölda keppna bæði hér á landi og erlendis og verið viðloðinn brettanámskeiðum í um fimmtán ár. Honum til halds og traust verður hjólabrettakapparnir Eyþór Mikael, Flóki Hrafn og Dagur Örn en þeir hafa kennt á hjólabrettanámskeiðum í nokkur ár með afar góðum árangri.

Á námskeiðinu fyrir byrjendur verður farið yfir öll helstu grunnatriði hjólabrettaíþróttarinnar eins og t.d. ýta sér, hvernig á að standa, snúa við, líkamsstöður og Ollie (hoppa) svo fátt sé nefnt. Á námskeiðinu fyrir lengra komna verður farið í ögn flóknari hluti eins og t.d. Kickflip, Shuvit og jafnvel 360 flip svo fátt sé nefnt!

Á námskeiðinu er hjálmaskilda en einnig eru allir hvattir til að koma með þær hlífar sem viðkomandi á. Gott er að eiga hjólabretti en við erum með nokkur lánsbretti sem hægt er að fá lánað.

Námskeiðið fer fram í aðstöðu Jaðar Íþróttafélags í Dugguvogi 8 og byrja þau kl 10:00 og standa til kl 11:30 og eru í fjögur skipti. Námskeiðið kostar 10.000 kr og fer skráning fram á hjolabrettaskoli@gmail.com, nafn og kennitala barns þarf að fylgja skráningu sem og nafn og símanúmer forráðamanns. Þau sem eru skráð á námskeið hjá Hjólabrettaskóla Reykjavíkur fá 15% afslátt af hjólabrettavörum í versluninni SMASH sem staðsett er í Kringlunni.

Hægt er að sjá nánar um starfsemina okkar hér.


Hjólabrettanámskeiðin eru styrkt af Hámark og Joe And The Juice og SMASH

Hlökkum til að sjá ykkur!

Skrifaðu ummæli