HJÓLABRETTANÁMSKEIÐ FYRIR FULLORÐNA – HEFST 13. FEBRÚAR

0

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur býður nú í fyrsta skipti upp á Námskeið fyrir fullorðna! Kakkanámskeiðin hafa slegið rækilega í gegn og hefur skólinn fengið fjölmargar fyrirspurnir um fullorðinsnámskeið. Námskeiðin eru fyrir algjöra byrjendur og lengra komna en farið verður yfir undirstöðu hjólabrettisins t.d. Hvernig á að standa, ná jafnvægi, ýta sér og ollie (stökkva á brettinu)

Hjólabretti er virkilega skemmtileg og góð hreyfing sem reynir á alla vöðva líkamans. Einnig ýtir hjólabretti undir skapandi hugsun og fær viðkomandi til að vera meira vakandi fyrir umhverfi sínu. Steinar Fjeldsted einn af eigandum Hjólabrettaskóla Reykjavíkur mun sjá um kennsluna en hann hefur um 30 ára reynslu af hjólabrettum og hefur kennt á fjölmörgum námskeiðum með virkilega góðum árangri.

Þetta námskeið er fyrir 18 ára og eldri og hefst það þriðjudaginn 13. Febrúar og fer það fram í Egilshöll í Grafarvogi og byrja þau kl 20:00 og standa til kl 21:30 og eru í fjögur skipti. Námskeiðið kostar 10.000 kr og fer skráning fram á hjolabrettaskoli@gmail.com, nafn, símanúmer og kennitala þarf að fylgja skráningu.

Einnig bjóðum við upp á 25% afslátt á samansettum hjólabrettum í Versluninni Skuggi á Skólavörðustíg 22.

Skrifaðu ummæli