Hjólabrettanámskeið fyrir börn og fullorðna í Janúar!

0

 

Hjólabrettaskóla Reykjavíkur hefur verið starfandi síðan 2014. Skólinn er með hjólabrettanámskeið fyrir krakka og fullorðna, byrjendur og lengra komna og eru þau virkilega velsótt! Næsta krakka námskeið hefst laugardaginn 5. Janúar og sunnudaginn 6. janúar en fullorðins námskeiðið hefst þriðjudaginn 8. janúar. Við erum að taka á móti skráningum á hjolabrettaskoli@gmail.com. Námskeiðin kosta 10.000 kr fyrir öll fjögur skiptin.

Námskeiðin eru fyrir byrjendur og lengra komna, fullorðna og börn en skipt er í hópa eftir getu. Líkt og á fyrri námskeiðum er það Steinar Fjeldsted sem sér um kennsluna en hann hefur um þrjátíu ára reynslu af hjólabrettum, hefur tekið þátt í fjölda keppna bæði hér á landi og erlendis. Honum til halds og traust verður hjólabrettakapparnir Eyþór Mikael, Flóki Hrafn og Dagur Örn en þeir hafa kennt á hjólabrettanámskeiðum í nokkur ár.

„Það er ótrúlegt að sjá hvað krakkarnir eru fljótir að pikka upp tæknina. Hjólabretti hjálpar gífurlega með jafnvægi og einbeitingu og maður þarf að stóla á sjálfan sig hvað maður gerir næst og hvernig, sem ýtir undir sjálfstæða og frjóa hugsun.“ – Steinar Fjeldsted

Á námskeiðinu fyrir byrjendur verður farið yfir öll helstu grunnatriði hjólabrettaíþróttarinnar eins og t.d. ýta sér, hvernig á að standa, snúa við, líkamsstöður og Ollie (hoppa) svo fátt sé nefnt. Á námskeiðinu fyrir lengra komna verður farið í ögn flóknari hluti eins og t.d. Kickflip, Shuvit og jafnvel 360 flip svo fátt sé nefnt. Á námskeiðinu er hjálmaskilda en einnig eru allir hvattir til að koma með hlífar. Gott er að eiga hjólabretti en nokkur lánsbretti eru á staðnum.

Námskeiðin fyrir krakka eru á laugardögum og sunnudögum og byrja kl 10:00 til kl 11:30 og eru í fjögur skipti. Gott er að taka fram við skráningu hvorn daginn það vill skrá barnið sitt, (laugardag eða sunnudag). Fullorðinsnámskeiðin eru á þriðjudögum kl 20:00 – 21:30 og eru í fjögur skipti. Næsta krakka námskeið hefst laugardaginn 5. Janúar og sunnudaginn 6. janúar en fullorðins námskeiðið hefst þriðjudaginn 8. janúar. Við erum að taka á móti skráningum á hjolabrettaskoli@gmail.com

„Þegar við byrjuðum með fullorðinsnámskeiðin í vor kom mér mjög mikið á óvart að tímarnir eru alltaf fullbókaðir og hvað margir fullorðnir vilja læra á hjólabretti í dag. Elsti nemandinn okkar var yfir sjötugt, algjör snillingur!“ – Steinar Fjeldsted

Námskeiðin fara fram í aðstöðu Jaðar Íþróttafélags í Dugguvogi 8. og kostar 10.000 kr fyrir 4 skiptin. Skráning fram á hjolabrettaskoli@gmail.com, nafn og kennitala barns þarf að fylgja skráningu sem og nafn og símanúmer forráðamanns, hvort það sé byrjandi eða lengra kominn og hvort skráð er á laugardaga eða sunnudaga.

Gjafabréfin kosta 10.000 kr og dugar á eitt námskeið. Gjafabréfin má nálgast á hjolabrettaskoli@gmail.com eða í SMASH í Kringlunni.

Í desember er skólinn að bjóða upp á gjafabréf sem hafa slegið í gegn síðustu árin og ekki slæmt að fá eitt slíkt í jólapakkann. Einnig þau sem eru skráð á námskeið hjá Hjólabrettaskóla Reykjavíkur fá 15% afslátt af hjólabrettavörum í versluninni SMASH sem staðsett er í Kringlunni. Hjólabrettaskóli Reykjavíkur er styrktur af SMASH, Hámark og Joe and the juice.

Hægt er að sjá nánar um starfsemina okkar hér.

Við erum einnig á Instagram

Við látum hér tvö skemmtileg myndbönd fylgja með:

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar ljósmyndir frá námskeiðunum okkar:

 

Skrifaðu ummæli