HJÓLABRETTAMYNDIN „WU WEI“ ER ALGJÖRT KONFEKT FYRIR ÖLL SKILNINGARVIT

0

sk8 3 33

Hjólabrettamyndin Wu Wei kom út sumarið 2014 en þessi tvö ár hefur myndin lifað góðu lífi undir yfirborðinu. Myndin er eftir Aaron Loreth og hinn íslenska Sigurð Pál Pálsson en fleiri aðilar koma fram í myndinni og má þar helst nefna Ólaf Inga Stefánsson.

sk8 2

sk8 4

Ólafur Ingi Stefánsson og Sigurður Páll Pálsson eru tveir af helstu skeiturum landsins en Siggi P var á mála hjá hjólabrettafyrirtækinu Alien Workshop og Ólafur Ingi er nýkominn með styrk frá hjólabrettarisanum HUF, ekki amarlegt það!

sk8 9

sk8 8

sk8 6

Tilvalið er að varpa ljósi á þessa frábæru mynd en hún er tekin upp í Kaliforníu þegar Siggi P og Ólafur Ingi ferðuðust á milli borga með hjólabrettin sín.

„Wu Wei er KÍnverskt hugtak Taóismans og þíðir í raunini ræktun hugarástands þar sem aðgerðir okkar eru alveg áreynslulausar í takt við flæði lífsins, eða með öðrum orðum, aðgerð sem felur ekki í sér baráttu eða óhóflega fyrirhöfn. Sem var markmið þessara myndbands.“ – Ólafur Ingi Stefánsson

sk8 7

sk81

sk8 5

Wu Wei er virkilega flott og vel gerð mynd og óhætt er að segja að hún ar algjört konfekt fyrir öll skilningarvit. Auk Sigga og Óla kemur Jake Anderson fram í myndinni, en hann er einn sá flottasti hjólabrettakappi heims.

Comments are closed.