HJÓLABRETTAKAPPINN ÓLAFUR INGI STEFÁNSSON KOMINN Á SAMNING HJÁ HUF

0

óli 2

Hjólabrettakappinn Ólafur Ingi Stefánsson er einn helsti skeitari landsins og þó víðar væri leitað. Kappinn hefur verið áberandi í senunni á íslandi um árabil en velgengni Ólafs virðist vera að ná nýjum hæðum.

óli 1

Óli eins og hann er kallaður var að landa styrk við hjólabrettarisann HUF sem er eitt helsta og flottasta fyrirtækið í bransanum í dag.

óli huf

Óli tók upp fyrstu sendinguna frá HUF í gær en þar fékk hann slatta af skóm og fatnaði. Virkilega flottur árangur hjá Óla en þetta mun vera einn stærsti styrkur sem íslenskur hjólabrettakappi hlýtur.

Hér fyrir neðan má sjá gamalt myndband af Óla en nýtt myndband er í vinnslu.

HÆGT ER AÐ FYLGJAST NÁNAR MEÐ ÓLAFI INGA HÉR:

https://www.instagram.com/oli_stef/

Comments are closed.