HJARTA Í BJÖRTU BÁLI

0

Hljómsveitin The Shady  gaf út í dag sitt fyrsta lag sem ber heitið Burning Bright Heart. Lagið er samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og textahöfundarins Laurent Somers og útkoman er bæði grípandi og dramatísk. Silkimjúk en í senn kraftmikil kvenrödd ofan á hávaðasömum hammond einkennir hljóðheim The Shady. Með þessu áframhaldi má eiga von á flottri plötu með haustinu.

 

Platan Aren’t you that Girl…? verður gefin út þann 20. október bæði á geisladisk og á stafrænu formi. Söfnun fyrir útgáfunni er hafin á Karolina Fund en 25% af því sem safnast rennur til Kvennaathvarfsins.

Skrifaðu ummæli