HJÁLMAR OG BRYGGJAN BRUGGHÚS BLÁSA TIL GLÆSILEGS NÝÁRSFAGNAÐAR

0
12339554_1664713577116859_6200733453515043036_o
Bryggjan Brugghús er nýtt og glæsilegt brugghús og veitingastaður við gömlu höfnina í Reykjavík. Þann 1. janúar 2016 ætla hljómsveitin Hjálmar og Bryggjan Brugghús að blása til nýársfagnaðar í glæsilegum húsakynnum Bryggjunar þar sem öllu verður tjaldað til og góðir gestir fengnir í heimsókn. 
MYND

HLJÓMSVEITIN HJÁLMAR.

Boðið verður uppá 7-rétta matseðil ásamt fordrykk, vín-og bjórpörun undir tónlistaratriðum frá nokkrum af okkar fremstu tónlistarmönnum. Að kvöldverði loknum munu hinir frábæru Hjálmar leika fyrir dansi með brass og svita langt inn í nóttina. Það eru ekki lítil númer sem munu skemmta gestum yfir borðhaldi en fram koma þau Sigríður Thorlacius, Valdimar Guðmundsson, Bjartey Sveinsdóttir, Gígja Skjaldardóttir og hinn eini sanni Hugleikur Dagsson. 
Húsið opnar stundvíslega klukkan 18:00 með fordrykk, sætafjöldi er afar takmarkaður og verður fólk því að bóka borð fyrirfram í síma 456 – 4040. Miðaverð er 28.000 kr. – Innifalið í verði er fordrykkur, sjö rétta matseðill með vín- og bjórpörun, kaffi, glæsileg tónlistaratriði og dansleikur. 
Stofnaður hefur verið Facebook viðburður, hann má finna hér.

Comments are closed.