HIP HOP VEISLA NORDIC THROWDOWN Á GAUKNUM 16. OKTÓBER

0

nordic

Sannkölluð Hip Hop hátíð verður haldin á Gauknum þann 16. Október næstkomandi undir yfirskriftinni Nordic Throwdown. Fram koma tíu listamenn en þeir eru Shades Of Reykjavík, Valby Bræður, Alexander Jarl og Átrúnaðargoðin svo fátt sé nefnt.

nordic 5
Um er að ræða alternative hiphop atburð sem mun innihalda oldschool rapp, grime, trap, live listmálun og margt fleira. Miðinn kostar litlar 1.500 kr. og fæst í Mohawks en 2.000 kr við dyrnar.

nordic 4

nordic 3
Þann 24. júlí síðastliðinn hélt Artivist hip hop tónleika á Gauknum undir nafninu Oldschool Throwdown fyrir Radio Iceland og mættu um 230 manns og var staðurinn stappaður. Shades of Reykjavík var einnig að troða upp á þeim tónleikum ásamt sjö öðrum rapphljómsveitum.

Comments are closed.