Sannkölluð Hip Hop hátíð verður haldin á Gauknum þann 16. Október næstkomandi undir yfirskriftinni Nordic Throwdown. Fram koma tíu listamenn en þeir eru Shades Of Reykjavík, Valby Bræður, Alexander Jarl og Átrúnaðargoðin svo fátt sé nefnt.
Um er að ræða alternative hiphop atburð sem mun innihalda oldschool rapp, grime, trap, live listmálun og margt fleira. Miðinn kostar litlar 1.500 kr. og fæst í Mohawks en 2.000 kr við dyrnar.
Þann 24. júlí síðastliðinn hélt Artivist hip hop tónleika á Gauknum undir nafninu Oldschool Throwdown fyrir Radio Iceland og mættu um 230 manns og var staðurinn stappaður. Shades of Reykjavík var einnig að troða upp á þeim tónleikum ásamt sjö öðrum rapphljómsveitum.