HINEMOA SENDIR FRÁ SÉR NÝTT MYNDBAND

0

hinemoa 2

Hljómsveitin Hinemoa var að gefa út myndband við sitt þriðja lag sem nefnist Bye Bye Birdie. Lagið var tekið upp af Stefáni Erni Gunnlaugssyni fyrr á þessu ári í stúdíóinu Aldingarðinum.

„Við höfðum samband við fyrirtækið Arctic Project sem Skúli Andrésson og Sigurður Már Davíðsson eiga og fengum þá til að gera myndband fyrir okkur. Þeir fengu algjörlega lausan tauminn og við treystum þeim fyrir verkefninu. Þeir áttu hugmyndavinnuna skuldlaust og reyndu að tengja myndbandið við textan í laginu. Þeir voru á austurlandi í kringum Djúpavog þar sem Skúli er búsettur. Þolinmæðin var þess virði því við erum ótrúlega ánægð með útkomuna. Stelpan sem leikur í myndbandinu heitir Aldís Sigurjónsdóttir og er 10 ára frá Djúpavogi.“   Hinemoa.

hinemoa 1
Hinemoa er um þessar mundir að semja nýtt efni fyrir komandi plötu sína sem stefnd er að taka upp á þessu ári. Næstu tónleikar Hinemoa verða í Tjarnararbíó 22.ágúst (menningarnótt) kl 20:00 og Sunnudaginn 30.ágúst á Melodica festival sem haldið er á Loft hostel kl 20:40.

Þeir sem vilja kynna sér starfsemi Arctic Project:  www.arcticproject.is

Comments are closed.