HINEMOA GEFA ÚT SITT ANNAÐ LAG „RUNNING AMONGST THE STARS“

0

Promomynd1 (1)

Hinemoa er íslensk hljómsveit sem var stofnuð um vorið 2014. Hún er skilgreind sem einskonar órafmögnuð indie/folk/pop hljómsveit sem byggir á röddum og sterkum rythma. Hljómsveitin gaf út sitt fyrsta lag Í Rökkurró seint á síðasta ári og hefur nú gefið út sitt annað lag, Running Amongst The Stars og verða þau bæði á fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar sem unnið er nú að.

Hingað til hefur Hinemoa komið fram á hinum ýmsu viðburðum og má þar helst nefna Menningarnótt 2014 m.a. í Hörpu og Iðnó, Melodica Festival í Reykjavík 2014, Októberfest SHÍ 2014, útgáfupartý Röggu Gröndal 2014, 10 tónleikar off-venue á Iceland Airwaves, útgáfutónleikar fyrir lagið Í rökkurró á Kaffi Solon í október 2014, tónleikar a Loft Hostel í nóvember 2014 og á Hlemmur Square í desember 2014. Í janúar 2015 var Hinemoa með lag í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins en það lag var þó töluvert ólíkt því sem hljómsveitin hefur verið að gera hingað til. Helstu áhrifavaldar Hinemoa eru Fleetwood Mac, Paperkites, Ásgeir Trausti, Angus og Julia Stone og Bon Iver.

Meðlimir Hinemoa eru:

Ásta Björg Björgvinsdóttir (gítar, ukulele og söngur)

Rakel Pálsdóttir (gítar og söngur)

Sindri Magnússon (Bassi)

Kristófer Nökkvi Sigurðsson (slagverk)

 

Bandpage: https://hinemoa.bandpage.com

Facebook: https://www.facebook.com/hinemoaband

Twitter: https://twitter.com/hinemoaband

Instagram: https://instagram.com/hinemoaband/

Soundcloud:

Comments are closed.