Himnasending og Hunang á vínyl í fyrsta skiptið!

0

Hljómsveitin Nýdönsk ætlar að flytja hljómplöturnar Himnasending og Hunang í heild sinni í Eldborgarsal Hörpu 22. september.  Af því tilefni hefur verið ákveðið að gefa plöturnar út á vínylformi í fyrsta sinn, en upphaflega komu þær eingöngu út á geisladiski.  

Tónleikagestir fá forstkot á sæluna, því plöturnar verða í forsölu á tónleikunum.  Þ.e. áður en þær fara í almenna sölu í verslunum sem verður á næstu dögum!

Plöturnar sem komu út árin 1992 (Himnasending) og 1993 (Hunang) slógu í gegn þegar þær komu út, enda innihalda þær þekkt lög á borð við Horfðu til himins, Hunang, Ilmur og Neptúnus.   Himnasending var hljóðrituð í Englandi og segja má að sleginn hafi verið nýr tónn með beittum hljómi sem hafði ekki heyrst áður á íslenskum markaði.

Hinn breski Ken Thomas var hljómsveitinni innan handar við upptökur á báðum plötunum og setti sitt mark svo sannarlega á þær.

Hljómsveitina skipa þeir Björn Jr. Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson, rétt eins og þegar Himnasending og Hunang komu út.  Þeim til aðstoðar á tónleikunum er bassaleikarinn Ingi Skúlason.

Hægt er að nálgast miða á tónleikana á Tix.is

Skrifaðu ummæli