HIMNAR OPNUÐUST OG HÚN SAGÐI GEÐLÆKNINUM UPP

0

Listakonan Ásta Guðrúnardóttir var að gefa frá sér sína þriðju smáskífu „Gaga Coocoo” sem er af væntanlegri ónefndri breiðskífu hennar. Ásta semur ekki einungis lag og texta heldur sér hún einnig um gerð myndbandsins frá A til Ö, sem hún saumaði saman á vinnustofu sinni með því að túlka tilfinningar lagsins á striga. Þessa aðferð notaði hún til að átta sig á því hvað í ósköpunum hún væri að hugsa.

„Ég bið ykkur góða fólk um að taka þessari gjöf af auðmýkt og opnum armi. Englarnir hafa opnað sig og ekki sér fyrir endann á barmafullum kærleika sem dreifir sér yfir gervalla jarðkringluna.“ Ásta Guðrúnardóttir

Þegar Ásta færði sig um set úr vinnustofunni yfir í hljóðstofu Aldingarðsins byrjuðu púslin að týnast saman. Magnús Leifur Aldingarðsstjóri stráði fræjum garðsins yfir verkið, himnanir opnuðust og hún sagði geðlækninum sínum upp.

Skrifaðu ummæli