HIMBRIMI SENDIR FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU BREIÐSKÍFU

0

HIMBRIMI

Út er komin plata með dramatísku popphljómsveitinni Himbrima. Þegar hafa komið út lögin „Highway“ og „Tearing“ sem bæði hafa notið töluverðar útvarpsspilunar. Nýjasta smáskífa sveitarinna heitir „Give me more“ og er einnig komið í spilun á útvarpsbylgum landsins Platan, sem er samnefnd hljómsveitinni, er komin út á geisladisk og á netinu. Í desember mun síðan koma glæsileg vínilútgáfa, vínylplatan sjálf mun vera rauð og minna á rauð augu Himbrimans.
Sveitin var tilnefnd sem nýliðar ársins á Hlustendaverðlaununum 2015 og einnig fékk Margrét tilnefningu sem söngkona ársins.
Margrét veitir eftirfarandi sýn um innihald og anda plötunnar:

„Tónlistin er um frelsið sem maður sviptir sjálfum sér og það þegar hugurinn er manns helsti óvinur, það er erfitt að finna sjálfan sig þegar svo margt utankomanandi og ytri áhrif móta mann og segja manni hvernig maður á að vera.  Tónlistin hjálpar manni að kjarnanum, gegnum hana maður uppgötvar svo margt um sjálfan sig og kemst í snertingu við núið. Himbrimi er táknrænn fyrir frelsið og útrás fyrir allar persónur innra með sér.“ – Margrét

HIMBRIMI2

Himbrimi eru:

Margrét Rúnarsdóttir – söngur & píanó
Birkir Rafn Gíslasson – gítar
Hálfdán Árnasson – bassi
Egill Örn Rafnsson – trommur
Skúli Arason – hljóðgerflar

Platan var hljóðblönduð af Sveini Jónssyni í Great Eastern hljóðverinu og hljómjöfnuð af 360 mastering er einnig staðsett í London. Hönnuðurinn Ómar Örn Hauksson sá um útlitshönnun.

Comments are closed.