HIMBRIMI SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „GIVE ME MORE,“ BREIÐSKÍFA Á LEIÐINNI OG SÖFNUN Á KAROLINA FUND

0

himbrimi

Þriðja smáskífulagið, „Give me more,“ af væntanlegri plötu Himbrima er nú komið út. Um er að ræða fyrstu opinberu plötuútgáfu Himbrima sem þó hefur verið iðin við kolann frá stofnun hljómsveitarinnar í fyrra.

himbrimi 3
Þegar hafa komið út lögin „Highway“ og „Tearing“ sem bæði hafa notið töluverðar útvarpsspilunar. Afurðin er nú farin í framleiðslu og er væntanleg í allar helstu plötubúðir um miðjan nóvember. Platan, sem er samnefnd hljómsveitinni, mun koma út í glæsilegri rauðri vínilútgáfu og einnig á hefbundnum geisladisk.
Platan var hljóðblönduð af Sveini Jónssyni í Great Eastern hljóðverinu og hljómjöfnuð af 360 mastering er einnig staðsett í London.

himbrimi 2
Sem stendur er verið að safna fyrir útgáfunni á Karolina Fund, þar er hægt að tryggja sér eintak og ef heldur sem fram horfir mun söfnunin takast.

Himbrimi mun koma þrisvar sinnum fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni.

4. Nóvember í Lucky Records kl 17:00 / Off Venue.
5. Nóvember í Reykjavík Art Museum kl 20:00
8. Nóvember á Gauknum kl 21:40

Comments are closed.