HIMBRIMI MEÐ ÚTGÁFUTÓNLEIKA Í TJARNARBÍÓ 12. FEBRÚAR

0
himbrimi
Hljómsveitin Himbrimi fagnar um þessar mundir útkomu sinnar fyrstu plötu og ætla því að blása til útgáfutónleika í Tjarnarbíó 12. febrúar.

Platan kom út í veglegri útgáfu á vinyl og á geisladisk 20. nóvember síðastliðin. Platan sem er samnefnd hljómsveitinni hefur fengið frábærar viðtökur og umfjöllun víða. Himbrimi fær með sér í lið þetta kvöld strengjasveit, bakraddir o.fl.

himbrimi 2

Fjórða smáskífulagið, „Waiting,“ af fyrstu plötu Himbrima sem kom út 20. nóvember síðastliðinn. Þegar hafa komið út lögin „Highway,“ „Tearing“ og „Give me more“ sem bæði hafa notið töluverðar útvarpsspilunar.

Öll lögin fóru inn á vinsældarlista Rásar 2 og X-ins. Lagið „Tearing“ fór í 2. sæti á X-listanum og var á listanum í yfir 5 mánuði.

HIMBRIMI2

Sveitin var tilnefnd sem nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2015 og einnig fékk Margrét tilnefningu sem söngkona ársins.

Himbrimi eru:
Margrét Rúnarsdóttir – söngur & píanó
Birkir Rafn Gíslasson – gítar
Hálfdán Árnasson – bassi
Egill Örn Rafnsson
 – trommur
Skúli Arason – hljóðgerflar

Comments are closed.