HIMBRIMI FRUMSÝNIR NÝTT MYNDBAND Á ALBUMM.IS

0

himbrimi-1

Himbrimi og Gaui H hafa ákveðið að taka höndum saman og gera myndband við lagið „Drifting.“ Himbrimi gaf út plötuna Himbrimi í nóvember 2015 og hafa meðlimir nú þegar gefið út myndband við lagið „Tearing“ við góðar undirtektir.

Hljómsveitin er þekkt fyrir dáleiðandi og grípandi flutning á tónleikum og hafa þau spilað á fjölmörgum tónleikum og tónleikahátíðum.

himbrimi-3

Gaui H er búinn að vera að ljósmynda lengi en kom með látum inn í myndbandabransann í sumar þegar hann og Kontinuum unnu saman 46 mínútna verk yfir plötuna KYRR. Einnig hefur hann komið að myndböndum hjá franska tónlistarmanninum Ananda, íslenska bandinu Aroma o.fl.

Himbrimi ætlar að spila á tónleikum á Húrra í kvöld 12. október ásamt Kiriyama Family og fagna útgáfu myndbandsins.

Comments are closed.