HILDUR SENDIR FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU EP PLÖTU

0

Alda útgáfa og Hildur Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt sem söngkonan Hildur, hafa gert með sér samning um útgáfu fyrstu sólóplötu Hildar sem hlotið hefur nafnið Heart to Heart. Útgáfudagur er í dag föstudag 12. Maí og verður útgáfunni fagnað með viðburði á Oddsson Bazar í kvöld kl. 17:00. Búist er við miklum glamour, en Saga Sig sá um myndefni fyrir útgáfuna.

Fram koma: Hildur, GRRRRRRLS og DJ Sura!

Lagið „I’ll walk with you“ hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sem popp lag ársins, en auk þess hefur platan að geyma nýtt óútgefið efni þ.á.m lagið „Full of you“ sem er fyrsti single plötunnar og óhætt að kynna líklegt til vinsælda. Platan sýnir að Hildur er að festa sig í sessi sem ein albesta söngkona landsins auk þess að vera frábær lagahöfundur.

Skrifaðu ummæli