HILDUR, HALLELUWAH OG H. DÓR TRYLLA LÍÐINN Á HÚRRA Í KVÖLD

0

halll

Heljarinnar stuð verður á skemmtistaðnum Húrra í kvöld þegar H-Menningar tónleikar verða haldnir en þar koma fram Hildur, Halleluwah og H.dór.

halle 2

Hildur er sólóverkefni Hildar Kristínar Stefánsdóttur sem nýlega gaf út sitt fyrsta lag  „I’ll Walk With You“ við frábærar undirtektir. Hún spilaði sína fyrstu tónleika á Sonar Reykjavík í febrúar 2016 og er því einungis að koma fram í annað skiptið með glænýtt efni. Tónlistinni má lýsa sem rafskotnu poppi með seiðandi sveip.

Halleluwah er dúó samansett af Rakeli Mjöll og Sölva Blöndal en þau hafa skapað saman skemmtilegan popphljóðheim sem hefur vakið mikla athygli. Þau gáfu út sína fyrstu plötu sem nefnist eimmitt Halleluwah árið 2015 og fékk hún frábæra dóma gagnrýnenda.

H.dór er sólóverkefni tónlistarmannsins Halldórs Eldjárns, kenndum við SYKUR. Verkefnið er nýtt af nálinni þótt að Halldór sé eldri en tvívetra í bransanum. Tónlistinni má lýsa sem rafmagnaðri veislu sem öllum er boðið í.

Húsið opnar kl 20:00 og kostar litlar 2.000 kr inn. Miðar seldir við hurð.

Comments are closed.