HIÐ MYRKA MAN Á GAUKNUM ANNAÐ KVÖLD / KÆLAN MIKLA, HATARI OG NECRO BROS

0
kælan mikla

Kælan Mikla

Það verður heljarinnar stuð á Gauknum annað kvöld en þá heldur Hið Myrka Man sitt annað tónleikakvöld undir yfirskriftinni HMM:X. Héðan í frá verða kvöldin haldin mánaðarlega og er þetta virkilega góður vettvangur til að styrkja og hlíða á jaðartónlist í Reykjavík.

necro bros

Necro Bros

Kvöldin verða sérstaklega miðluð til nýrra hljómsveita og markmiðið eitt; að koma hljómsveitum á skrið og hræra í tónleikahaldi Reykjavíkur. Ágóðinn rennur allur til tónlistarmanna og í útgáfur.

Dagskráin er alls ekki af verri endanum annað kvöld en það eru hljómsveitirnar Kælan Mikla, Hatari og Necro Bros.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 21:00 og kostar litlar 1.000 kr inn.

Comments are closed.