HEYRST HEFUR AÐ GAUKUR ÚLFARSSON OG DÓRI DNA VINNA AÐ HEIMILDARÞÁTTUM UM NÝTT ÍSLENSKT RAPP

0

dna gauk jess

Tónlistar og kvikmyndagerðarmaðurinn Gaukur Úlfarsson hefur komið víða við t.d. spilaði hann á bassa með hljómsveitinni Quarashi og Púff, skapaði Sylvíu Nótt og gerði heimildarmynd um Jón Gnarr svo fátt sé nefnt.
Orðið á götunni er að Gaukur og Dóri DNA vinna að heimildarþáttarröð um nýtt íslenskt rapp eins og það leggur sig í dag. Dóri DNA er löngu orðinn landsþekktur fyrir grín, uppistand og rapp en hann kemur einnig að þáttunum og heyrst hefur að þeir vinni dag og nótt við gerð þáttanna.

Rapp á Íslandi er gríðarlega vinsælt um þessar mundir, en hljómsveitir eins og Úlfur Úlfur, Shades Of Reykjavík, GKR, Herra Hnetusmjör og Gísli Pálmi svo fátt sé nefnt eru að trylla lýðinn út um allar trissur!

Íslenskt rapp varð í rauninni ekki til fyrr en árið 1996 þegar Subterranien og Quarashi komu fram á sjónarsviðið, en það hrinti af stað bylgju sem lifir enn í dag. XXX Rottweiler Hundar, Forgotten Lores, Móri og Skytturnar voru áberandi og svokallað gáfumannarapp náði hátindinum. Á yfirborðinu fóru vinsældir rappsins að dvína og fá bönd voru að spila þessa tegund tónlistar þangað til núna!

 

 

Comments are closed.