Heyrði taktinn og samdi viðlagið á tveimur mínútum

0

Tónlistarmaðurinn Stefán Þormar var að senda frá sér sitt fyrsta lag sem nefnist „Running Wild“ og er það fyrsta lagið af sirka tíu lögum sem verða á plötunni sem hann er að vinna í. Lögin verða í mismunandi tónlistarstefnum þar sem Stefáni finnst skemmtilegast að semja og spila tónlist í mörgum stefnum.

„Ég heyrði taktinn hans G-Slow á Soundcloud og samdi strax viðlagið á 2 mínútum og vissi að ég þurfti að klára allt lagið, en þetta er afrakstur þess.“

Stefán er einnig með Instagram síðu þar sem hægt er að sjá hann spila mismunandi stíla en á einu myndbandinu sést Stefán taka cover af laginu, „Hard Times“ eftir Ray Charles og fékk hvorki meira né minna en 300.000 áhorf!

Skrifaðu ummæli