HESTASTÓÐ HLUSTAÐI Á LJÚFA TÓNA RÓSU

0

R.H.B (Rósa. Hermann. Bridde) hafa verið að láta til sín taka í íslenska tónlistarheiminum að undanförnu. Rósa Vilhjámsdóttir hefur sungið síðan hún man eftir sér en ekki farið út í að gefa út eigið efni þar til nú í samstarfi við Hermann, en þau hafa lengi vel ætlað sér að vinna saman í tónlistinni.

Hermann (eða Hemmi) hefur unnið með þekktum listamönnum í hiphop og rapp heiminum. Sjálfur er hann meðlimur hljómsveitarinnar Shades of Reykjavík og hefur komið víða við, til að nefna hefur hann unnið sem producer fyrir SOR (Shades of Rvk ), Alvia Islandia, Ella Grill, Balcony boys, Kilo, Dadykewl, BlazRoca, 7berg, Viktor mælgin og fleiri.

Fyrsta coverlag þeirra kom út fyrir nokkru en það var lagið „hold on” eftir Drake og vakti sú útgáfa mikla lukku. Lagið „Vindur” gáfu þau svo út sem fyrsta frumsamda lag þeirra. Útgáfuteiti fyrir R.H.B var haldið þann 02. September síðastliðinn og myndbandið frumsýnt þar við góðar viðtökur.

Nú hafa þau gefið út annað cover lag sitt, að þessu sinni er það „I see fire” með Ed Sheeran. Bæði lögin eru tekin upp á heimaslóðum Rósu, Vík í Mýrdal, en eins og sjá má í myndbandi þeirra við I see fire er Rósa alveg sérstakur dýravinur. Aðstæður urðu sérstaklega skemmtilegar við gerð þessa myndbands, teymið var á heimleið að nóttu til þegar það verður vart við þessa hestastóð sem hlustuðu með athygli á ljúfa tóna Rósu, sem að sjá má hér að neðan.

Hægt er að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum eins og snapchat undir “rosavilhjalms” og “hemmib”

Skrifaðu ummæli