HERPES GERA MYNDBAND MEÐ FJÖÐRUM, GULUM NÖGLUM OG APAGRÍMUM

0

herpes

Franska/Ítalska hljómsveitin We-Are-Z var að senda frá sér glænýtt og glæsilegt myndband við lagið Goldigaz. Sunneva Ása Weisshappel og Anni Ólafsdóttir eiga heiðurinn af myndbandinu en þær hafa verið að gera myndbönd saman í þónokkurn tíma. Sunneva og Anni fóru í Art recidency í vor sem heitir Wonder og er staðsett í París en Þar stofnuðu þær vídeósamstarfið Herpes.

we-are-z

Dömurnar kynntust Gabriel Gazes við uppsetningu á Mutter Courage í þjóðleikhúsinu í Wiesbaden í janúar þar sem hann sá um tónlist í verkinu og Sunneva um búningana. Í kjölfarið var ákveðið að vinna með hljómsveitinni hans We are Z að myndbandi. myndbandið Goldigaz var tekið upp í París og í kjölfarið var farið til Barcelona þar sem myndbandið var klippt.

herpes-2

Myndbandið er afar líflegt og skemmtilegt en þar sjást meðlimir We-Are-Z í allskonar búningum á götum Parísarborgar. Fjaðrir, Gular neglur og apagrímur koma við sögu og það er greinilegt að góða skapið var haft í fyrirrúmi!

Sumir segja meira að segja að myndbandið komi fólki í Halloween gírinn!

http://www.we-are-z.com/
https://twitter.com/WeAreZmusic
https://soundcloud.com/we-are-z

Comments are closed.