Hermaur – Ný safnplata á tvöföldum vínyl

0

Það var árið 1988 sem þau Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Andrea Gylfadóttir og Eyþór Arnalds hófu samstarf eftir að hafa kynnst í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Öll voru þau með bakrunn úr klassíkinni eftir námið (Andrea reyndar úr Söngskólanum í Reykjavík) og vildu þau vinna betur með hana við gerð popptónlistar í alvarlegri kantinum.   

Todmobile varð til og sama ár sendu þau frá sér lagið „Sameiginlegt.” Fyrstu plötuna (Betra en nokkuð annað) gáfu þau út ári seinna.  Síðan þau hófu samstarf eru liðin þrjátíu ár með hléum og mannabreytingum og sjö hljóðversplötur hafa bæst við! Af þessu tilefni kemur út ferilsplatan Hermaur 1988-2018 á tvöfaldri vínylplötu.

Todmobile halda stórtónleika í Hörpu föstudaginn 2. Nóvember og er sérstakur gestur þar enginn annar en Midge Ure úr hljómsveitinni Ultravox.

Aldamusic.is

Skrifaðu ummæli