„HENTI OKKUR Í MEÐFERÐ OG LOKAÐI OKKUR INNI Á HÓTELHERBERGI“

0

Logi Marr og Frank Raven skipa Hljómaveitina Shakes en þeir sendu fyrir skömmu frá sér plötuna Red Motel. Drengirnir eru rokkarar af guðsnáð og það hreinlega lekur af þeim töffaraskapurinn! Að sögn piltanna var platan ansi lengi í vinnslu eða þangað til umboðsmaðurinn þeirra skipaði þeim í meðferð, lokaði þá inn á hótelherbergi og bannaði þeim að koma út fyrr en þeir væru komnir með einhver lög.


Hvenær var Shakes stofnuð og hvernig munduð þið skilgreina tónlistina ykkar?

Fyrir sirka tíu árum eða meira, man það ekki … fórum á fyllirí þá og tókum svo upp plötu núna um daginn. Tónlistin er pure f***kn “rock n´roll.”

Er platan búin að vera lengi í vinnslu og hvaðan sækið þið innblástur fyrir tónlistarsköpun ykkar?

Tíu ár eða meira í vinnslu … eða við stofnuðum hljómsveitina og lifðum rock n´ roll í 10 ár þangað til umbinn okkar, Friðrik Atli Sigfússon, sendi okkur í meðferð. Hann lokaði okkur síðan inn á hótelherbergi og bannaði okkur að koma út fyrr en við værum komnir með einhver lög. Eftir það tók þetta svona þrjár vikur. Innblásturinn er Rolling Stones, Stone Roses, Oasis, og allir sem eru með kjaft.

Um hvað eru textarnir á plötunni og er eitthvað eitt lag á plötunni í uppáhaldi hjá ykkur?

Textarnir eru um rock n´roll – konur, babes, misheppnuð ástarsambönd, forboðna ást, einnar nætur reglur, bíla, sígarettur, freyðivín, áfengi. Uppáhalds lagið okkar á plötunni er koverið okkar af „I wanna be adored” með Stone Roses. Það er reyndar ekki á plötunni en við tökum það eiginlega bara live af því við fílum það.

Hvað er á döfinni hjá ykkur og eitthvað að lokum?

Ég veit það ekki, kannski gera aðra plötu eða fara á fyllirí.

Shakesband.co.uk

Instagram

Skrifaðu ummæli