HENRY HARRY SHOW MEÐ KRAFTMIKIÐ ROKK

0

fullsizerender-5

Hljómsveitin Henry Harry Show er upprunalega sólóverkefni tónlistarmannsins Jóns Gauta Pálssonar en hann hefur verið að vinna í stúdíói með Magnúsi Erni Magnússyni frá því sumarið 2015.

Hljómsveitin spilar kraftmikið alternatvie rokk en einhver bið verður þó á live tónleikum hljómsveitarinnar þar sem enn er verið að vinna í mótun sveitarinnar. Stefnt er á tónleikahald á komandi ári og það af fullum krafti!

fullsizerender-4-1

Lagið „Into Nowhere“ er fyrsta lagið sem Henry Harry Show gefur út en hljómsveitin er að verða tilbúin með sitt fyrsta EP.

Um upptökustjórn sá Magnús Örn Magnússon og masteringu Peta Maher.

www.henryharryshow.com

Comments are closed.