Hélt uppi trylltri stemningu í stærsta skemmtigarði Noregs

0

Tónlistarmaðurinn FBGM sendi fyrir skömmu frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „Mipalo.” kappinn er búsettur í Noregi en einn stærsti skemmtigarður þar í landi TusenFryd AS hefur tekið laginu opnum örmum! Afhverju spyrjid thid kannski? Myndbandið er akkúrat tekið upp þar og var stemningin vægast sagt rafmögnuð.

Þessi uppákoma heitir „Russens Dag“, sem er dagur sem startar svokölluðum „russetiden“, sem stendur fyrir stúdenta-dagarnir. Stúdentadagarnir samanstendur af 17 dögum þar sem unglingar sem eru ad útskrifast úr framhaldsskóla nota til þess at drekka sig fulla og skemmta sér. – FBGM.

Margir af vinsælustu tónlistarmönnum heims hafa komið þarna fram og má t.d nefna Avicii heitinn. Sumir vilja meina að FBGM hafi náð upp betri stemningu en sjálfur Avicii en við seljum það ekki dýrara en við keyptum það. Við mælum með að þið skellið á play og komið ykkur í gírinn!

Skrifaðu ummæli