Helstu lög SOUNDGARDEN fá að hljóma á Gauknum

0

Laugardaginn 17. Febrúar næstkomandi verður haldin sérstök Soundgarden rokkmessa á Gauknum til heiðurs söngvaranum og Íslandvininum Chris Cornell sem lést fyrir aldur fram í maí 2017.

Dagskráin samanstendur af helstu lögum rokksveitarinnar Soundgarden þar sem Chris Cornell var forsprakki og helsti laga- og textahöfundur. Einnig mun dúettinn Bellstop koma fram og leika lög frá sólóferli og hliðarverkefnum Chris Cornell.

Hópurinn sem flytur dagskránna er með urrandi mikla reynslu í heiðurstónleikum af öllum stærðum og gerðum og má þar helst nefna Nirvana, Pearl Jam, Alice In Chains, Guns & Roses, AC/DC, Smashing Pumpkins og Queens Of The Stone Age.

Allar helstu þrumurnar frá þessari þrusu gruggsveit ásamt eldingum frá ferli Chris Cornell fá að hljóma á Soundgarden Rokkmessunni. Forsala miða fyrir viðburðinn er á Tix.is.

Heiðurssveitin:

Söngur / Gítar: Einar Vilberg

Gítar / Söngur: Franz Gunnarsson

Bassi / Söngur: Jón Svanur Sveinsson

Trommur / Skúli Gíslason

Bellstop:

Elín Jónsdóttir / Söngur

Rúnar Sigurbjörnsson / Gítar / Söngur

Skrifaðu ummæli