Hellið ykkur í róandi tebolla, komið ykkur vel fyrir og upplifið hringinn

0

Hringferðin er Verk eftir Böðvar Þór Unnarsson með tónlist eftir Sigurbjörn Má Valdimarsson og Skúla Arason sem vinna undir nafninu Flekaskil. Myndin er dáleiðandi hringferð um Ísland með tónlist sem smellpassar við hið mismunandi landslag og veður sem á sér stað á þessari hraðskreiðu yfirferð en í myndinni eru teknir tveir hringvegir á klukkutíma, einn suðurhringur og einn norðurhringur.

Skúli og Sigurbjörn eru einnig meðlimir í Flekum sem hafa gefið út nokkur lög og er plata væntanleg frá þeim í haust. Það er tilvalið að hella í róandi tebolla, koma sér vel fyrir og upplifa hringinn án þess að fara neitt; enginn eldsneytiskostnaður, ekkert vesen.

Einnig má finna plötuna í heild sinni á Spotify

Skrifaðu ummæli