HELJARINNAR STUÐ Á DILLON ALLA VERSLUNARMANNAHELGINA

0

MOJI AND THE MIDNIGHT SONS

Dillon býður gesti velkomna í heljarinnar tónlistarveislu þessa verslunarmannahelgina. Frítt er inn á alla tónleikana en alls koma fram fimmtán hljómsveitir bæði innlendar og erlendar. Má þar nefna Grísalappalísu, Snorra Helgason, Kontinuum, Teit Magnússon og Moji & The Midnight Sons.

dillon 1

Goðsögnin og drottning hússins, Andrea Jónsdóttir, mun svo þeyta skífum frá miðnætti öll kvöldin. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 á föstudagskvöldinu og standa til miðnætti föstudag, laugardag og sunnudag. Ekki er að því spurt að efnt verður til grillveislu í bakgarði staðarins sömuleiðis.

Fylgið Dillon á Facebook og eru allir hjartanlega velkomnir um verslunarmannahelgina og alla aðra daga.

Comments are closed.