HELJARINNAR SKATE, BMX OG RAPP PARTÝ Í LAUGARDALNUM Í DAG

0
siggi rósant

Siggi Rósant

Heljarinnar hjólabretta og BMX partý verður í Laugardalnum í dag en það er Mountain Dew á Íslandi sem stendur fyrir viðburðinum. Allir helstu hjólabretta og BMX kappar landsins mæta á svæðið og má þar t.d. nefna BMX Brós, Siggi Rósant, Ólafur Ingi Stefánsson og Rob Ingimarsson.

skate

Um ræðir svokallað Jam Session þar sem allir fá að njóta sín en númer eitt, tvö og þrjú er að skemmta sér, skeita eða hjóla og njóta lífsins. Einnig mætir tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör og mun hann taka sín heitustu lög. Það má búast við allsherjar gleði í parkinu í Laugardalnum en stuðið byrjar kl 18:00.

Enviromental portrait of a BMX rider promoting the use of a helmet.

Benni

Dagskráin er eftirfarandi:

kl. 18:00 verður hjólabrettasýning!
kl. 19:00 Herra Hnetusmjör tekur sín heitustu lög!
kl. 20:00 BMX brós og loka kvöldinu með stæl!

Frítt er á viðburðinn.

Comments are closed.