Heljarinnar Hip Hop hátíð á Ingólfstorgi í kvöld

0

Eins og flest allir vita er Hip Hop tónlist afar vinsæl tónlistarstefna og segja sumir að rapparar séu rokkstjörnur nútimans! Í dag er Menningarnótt í Reykjavík og nóg er um að vera út um alla borg! Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en þeir sem hafa gaman að Hip Hop tónlist ættu að leggja leið sína niður á Ingólfstog.

Heljarinnar Hip Hop tónleikar fara fram á Ingólfstorgi í kvöld og kemur þar framRjóminn af íslensku Hip Hoppi! Þetta eru einu tónleikarnir sem einblýna eingöngu á Hip Hop tónlist og má svo sannarlega búast við trylltri stemningu!

Fram koma:

JóiPé & Króli, Sura, Yung Nigo Drippin, Huginn, ClubDub, Joey Christ, Sturla Atlas, Birnir og Flóni.

Herlegheitin byrja stundvíslga kl 18:00 og standa þeir til kl 22:00!

Skrifaðu ummæli