HELJARINNAR BRETTA, BMX OG HLAUPAHJÓLA SESSION Í LAUGARDALNUM

0

Heljarinnar bretta, BMX og hlaupahjóla session verður á brettasvæðinu í Laugardal á morgun 29. Júlí í boði Mountain Dew og má svo sannarlega búast við dúndrandi stemningu. Þorstanum verður svalað með ísköldu Mountain Dew á meðan maður troðfyllir munnin af Doritos!

Dagskráin er eftirfarandi:

12:00-13:30 – Hlaupahópa session.

StreetAction verður með „Best trick“ keppni og verður keppt í tveim flokkum, 15 ára og yngri og 15 plús.

Í verðlaun fyrir 1 sæti í 15 og yngri verða Skate4life 110mm dekk, Raptor Hardware grips og Hella grip sandpappír. Verðlaun fyrir 15+ verða 841 Elliot Arnold 110mm dekk, Flavor Superdope legur, ODI soft grip og Hella grip sandpappír.

Apex límmiðar fyrir þá sem mæta á meðan birgðir endast.

13:30-14:00 – Opið session

14:00-15:30 – BMX/Hjóla session

15:30-16:00 – Opið session

16:00-17:30 – Hjólabretta session

Íslenska hjólabrettafyrirtækið Mold Skateboards gefur brettaplötu/r að eigin vali fyrir besta trikkið á Sumar slamm 2017! Ef þú lumar á einhverju feitu trikki og langar að ræda á flottustu plötu bæjarins, ekki hika við að mæta!

Veitt verða verðlaun í öllum flokkum og athugið að það er hjálmaskilda allan daginn!

Samstarfsaðilar:

Púkinn, Mold skateboardsMohawks, Lex Games og StreetAction.

Facebook viðburðinn má sjá hér.

Tónlist í boði Albumm.is

Skrifaðu ummæli