HELJARINNAR BABIES BOMBA Í GAMLA BÍÓ

0

Babies-Flokkurinn skellir í goðsagnakenndan áramótadansleik ásamt fríðu föruneyti sérstakra gesta laugardaginn 30.desember næstkomandi. Tilvalið tækifæri til að loka árinu í trylltum dansi.

Sérstakir gestir kvöldsins eru:

Unnsteinn Manúel, Salka Sól, Villi Naglbítur, Agnes í Sykur, Elísabet Ormslev og Leynigestur!

Babies-flokkinn þarf vart að kynna en hann hefur verið starfræktur í um það bil 6 ár. Saman hafa meðlimir flokksins gengið í gegnum súrt og sætt og farið frá búllugiggum yfir í stórtónleika með stórstjörnum þjóðarinnar á mettíma. Nú til dags eru Babies bókuð langt fram í tímann og hafa vart undan við að gleðja hjörtu landsmanna með goðsagnakenndum tónleikum en eins og Snorri Helgason stórsöngvari sagði svo fleygt

„Í dag eru Babies-böllin á Húrra löngu orðin goðsagnakennd.“

Hægt er að nálgast miða á Tix.is

Skrifaðu ummæli