HELGIN Á PALOMA HEFUR SJALDAN VERIÐ JAFN GLÆSILEG

0
president bongo

PRESIDENT BONGO

Helgin á skemmtistaðnum Paloma er alls ekki af verri endanum og mikið um að vera á báðum hæðum.

Í kvöld föstudag er það Valentin Stip en hann er fæddur í París en starfandi í Berlín. Kappinn mun spila músík fyrir dansþyrsta á efri hæð Paloma frá miðnætti til lokunnar og hægt er að segja að stemmingin mun vera rosaleg.

Valentin Stip

VALENTIN STIP

Um þó nokkurt skeið hefur Valentin komið fram sem plötusnúður ásamt því að skapa sína eigin tónlist. síðasta breiðskífan hanns Sigh, kom út á plötuúgáfunni Other People sem vinur hans og kollegi Nicolas Jaar sér um.

Frítt er inn á þennan einstaka viðburð en hann er í boði Rafnæs.

Laugardagurinn verður ansi flottur og þéttur en það eru þau Yamaho og Áskell sjá um stuðið eins og þeim einum er lagið. Þau kunna sko sannarlega að trylla líðinn þannig ef þér langar til að dansa og svitna ekki láta þig vanta.

áSkell

ÁSKELL

yamaho

YAMAHO

Sunnudagskvöldið er rúsínan í pylsuendanum, en kvöldið ber yfirskriftina „Sónardagsklúbburinn.“ Það er enginn annar en President Bongo sem mætir á svæðið og mun hann spila nýútkomna plötu sína Serengeti Live. Kappinn hefur spilað víða undanfarið til að kynna þetta verk við góðar undirtektir og því má búast við framúrskarandi framstöðu frá honum í toppformi.

Formann Sunnudagsklúbbsins þarf vart að kynna enda er hann orðinn flestum kunnur fyrir faglega framkomu, lagaval og einstaka gestrisni og mun hann sjá um að halda gestum heitum og hressum áður en Forsetinn sjálfur stígur á stokk.

Kári Þór Arnþórsson Formaðurinn

FORMAÐURINN

Þetta er einstakur viðburður í menningarlífi vorra Íslendinga, því það er ekki á hverjum degi sem Forsetinn og Formaðurinn koma fram saman.

Comments are closed.